Skólaslit

Skólaslit Tónlistarskóla Eyjafjarðar verða í Laugarborg, Eyjafjarðarsveit, þriðjudaginn 28. maí kl18:00. Fjölbreyttur tónlistarflutningur og afhending prófskírteina og vitnisburða.
Sjáumst sem flest 🙂

Innritun fyrir skólaárið 2019-2020


Innritun fyrir skólaárið 2019-2020 í Tónlistarskóla Eyjafjarðar hefst 24.apríl og lýkur 31.maí.

Allir skráðir nemendur Tónlistarskólans þurfa að endurnýja umsóknir sínar fyrir næsta vetur. Þeir sem hyggjast hefja nám í Tónlistarskólanum ættu að hafa hraðar hendur og tryggja sér pláss. Innritun er hér á heimasíðu skólans: tonlist.krummi.is

Skólinn býður uppá fjölbreytt námsframboð og kennarar tiltækir á flest algengustu hljóðfæri: Píanó, harmoniku, gítar, bassa, fiðlu, selló, flautu, klarinett, saxafón, málmblásturshlóðfæri (t.d. trompet, althorn og básúna),slagverk/trommur og söngnám. Það er samt vert að benda á að þetta er engan veginn tæmandi listi og hafi umsækjendur hug á námi á annað hljóðfæri þá eru góðir möguleikar á að við getum orðið við þeim óskum þar sem nálægðin við Tónlistarskólann á Akureyri gefur okkur ýmis tækfæri.

Tónlistarnám er hægt að hefja á öllum aldri og kennsluaðferðir fjölbreyttar. Við bendum á að í okkar hópi eru kennarar í Suzuki aðferðinni m.a. á fiðlu og selló. Sú aðferð hentar vel mjög ungum börnum, allt frá 4ra ára aldri en mikil og góð þátttaka foreldra er nauðsynleg.
Almennt hentar að hefja nám á blásturshljóðfæri þegar nemandinn hefur tekið fullorðins-framtennur (8-9 ára).

Hljóðfærakennsla grunnskólabarna fer fram á skólatíma nemenda á okkar starfsstöðum, Hrafnagili, Þelamörk og Grenivík. Við erum líka með starfsstöð í Lóni við Hrísalund og þangað beinum við gjarnan okkar nemendum á framhaldskólastigi og ef nemandi þarf einhverra hluta vegna að sækja námið utan hefðbundins skólatíma grunnskólans. Þegar ekki er unnt að senda kennara á starfstöðvar skólans er Lón gjarnan líka nýtt í þeim tilfellum.

Kær kveðja úr Tónlistarskóla Eyjafjarðar
Guðlaugur Viktorsson, Helga Kvam

Jólafrí

Kennslu er lokið á þessu ári og við tekur jólafrí. Við í Tónlistarskóla Eyjafjarðar óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og sjáumst kát á nýju ári.
Kennsla hefst skv stundaskrá fimmtudaginn 3. janúar.

Jólatónfundir

Jólatónfundir í Tónlistarskóla Eyjafjarðar verða eftirfarandi:
10 des er Petrea með jólatónfund í Laugarborg kl 19:00
11 des er Elín Jakobs með jólatónfund í Gamla skóla á Grenivík kl 17:30
13 des er Jakub með sinn jólatónfund í stofu 1 á Hrafnagili kl 18:00
13 des er Brynjólfur með jólatónfund í Lóni kl 18:00
18 des er Marcin með jólatónfund á Hrafnagili kl 17:00
18 des eru Ásdís og Helga með jólatónfund í stofu 1 á Hrafnagili kl 18:00
18 des verður Söngdeildin með sinn jólatónfund kl 20:00 í Laugarborg
20 des verður jólatónfundur í Þelamerkurskóla frá kl 8:35-9:10 á sal

 

30 ára afmæli Tónlistarskóla Eyjafjarðar

Þemadagar verða haldnir vikuna 12.-16. nóvember á starfssvæði Tónlistarskóla Eyjafjarðar með þátttöku grunnskólanna á Hrafnagili, Þelamörk og Grenivík. Þemaverkefnið er Hernámsárin og eru nemendur nú þegar byrjaðir að æfa tónlist frá því tímabili, bæði í einleik og samspili ýmiskonar. Lýkur vinnu þemavikunnar með stórhátíð í íþróttahúsi Hrafnagilsskóla á föstudaginn 16. nóvember kl 13:00. Þar verður hægt að sjá afrakstur vinnunnar; smiðjur þar sem unnið er með allskyns skemmtilega og spennandi hluti, kaffihús þar sem boðið verður upp á tónleika og ljúfar veitingar og hátíðardagskrá á sal þar sem m.a. verður frumflutt lag eftir Daníel Þorsteinsson og Hjörleif Hjartarson, sem þeir sömdu í tilefni af 30 ára afmæli skólans. Stórsveit nemenda og kennara Tónlistarskóla Eyjafjarðar leikur fyrir dansi.
Aðgangur á hátíðina er ókeypis og allir velkomnir. Vonum að allir sjái sér fært um að koma og gera sér glaðan dag með okkur.