Innritun

Það er opið fyrir innritun fyrir næsta skólaár og ALLIR þurfa að innrita sig eða sín börn fyrir næsta skólaár. Líka þeir sem stunduðu hjá okkur nám í vetur. Hér fyrir neðan er linkur sem leiðir ykkur áfram. Það er mikilvægt að fylla umsóknirnar vel út þannig að öll símanúmer, netföng og upplýsingar um greiðendur séu skilmerkileg.

SMELLTU HÉR TIL AÐ FARA Í INNRITUN

Þessa daga förum við á milli skóla og erum með hljóðfærakynningar fyrir flesta nemendur skólanna. A.m.k. yngri deildir skólanna. Foreldrar eru velkomnir

Þriðjudaginn 21.maí á Hrafnagili (Hjarta) kl. 8:15
Miðvikudaginn 22.maí í Valsárskóla (Íþróttasal) kl.10:35
Fimmtudaginn 23.maí í Þelamerkurskóla (Torgið) kl. 9:20 og
Föstudaginn 24.maí í Grenivíkurskóla (Matsal) kl. 9:15