Vortónleikar og prófatíð

Ágætu nemendur, foreldrar, kennarar og sveitungar allir.

Það er mikið um að vera í Tónlistarskólanum þessa dagana, annir í vorverkunum hér eins og víða annars staðar.
Tónleikar eru fyrirferðarmiklir í næstu viku og eru flestir kennarar einnig með tónfundi með sínum nemendum. Sumir nemendur þreyta áfangapróf og eru þau flest á dagskrá í næstu viku.

Vortónleikar skólans eru sem hér segir:

13.maí vortónleikar í Hlíðarbæ kl.18:00

14.maí vortónleikar í Gamla skóla á Grenivík kl. 17:30

15.maí vortónleikar í Laugarborg kl.18:00

16.maí Vortónleikar söngdeildar í Laugarborg kl.20:00

Um aðra helgi  leikur Birna Eyfjörð Þorsteinsdóttir framhaldstónleika á píanó og Benedikt Stefánsson leikur mánudaginn 20.maí kl. 20.00 í Laugarborg burtfarartónleika á trompet.

Skólaslit, með tónleika ívafi,  verða síðan 28.maí kl.18:00 í Laugarborg.

Aðstandendur og velunnarar eru alltaf hjartanlega velkomnir á þessa tónleika og við hlökkum til að sjá ykkur.

Kærar kveðjur

Guðlaugur Viktorsson og Helga Kvam.

Skólabyrjun

Skólinn byrjaði fimmtudaginn 23. ágúst og eru stundaskrár fyrir Hrafnagil komnar á vefinn. Stundaskrár fyrir Þelamörk og Grenivík ættu að koma næstu daga.

Vortónleikar

Vortónleikar skólans verða sem hér segir:

Mánudaginn 7. maí kl. 20.00 í Hlíðarbæ (Nemendur Hörgársveitar)

Þriðjudaginn 8. maí kl. 17.30 í Gamla skólahusinu á Grenivík (Nemendur Grýtubakkahrepps)

Fimmtudaginn 17. maí kl. 17.00 og 20.30 í Laugarborg (Nemendur Eyjafjarðarsveitar)

Burtfarartónleikar

Mánudaginn 26. mars n.k. mun Þorkell Már Pálsson tenorsöngvari halda burtfaratónleika sína frá Tónlistarskóla Eyjafjarðar í tónlistarhúsinu Laugarborg Eyjafjarðarsveit.  Þorkell hefur verið nemandi Þuríðar Baldursdóttur en síðustu tvö árin hefur Guðlaugur Viktorsson verið söngkennari hans.  Tónleikarnir hefjast kl. 20:30 og eru allir velkomnir. Meðleikari á píanó er Helga Kvam.

Jólatónleikar 2017

Jólatónleikar verða sem hér segir:

Þriðjudaginn 12. desember kl. 17:30 í gamla skólahúsinu Grenivík

Fimmtudaginn 14. desember kl. 17:oo og 20:30 í Laugarborg Eyjafjarðarsveit

Laugardaginn 16. desember kl. 14:00 í Laugarborg – Söngdeild

Mánudaginn 18. desember kl. 20:00 í Hlíðarbæ Hörgársveit.