Styrktartónleikar Minningarsjóðs Garðars Karlssonar í Laugarborg Eyjafjarðarsveit, sunnudaginn 26. mars kl. 14.00

 

Sunnudaginn 26. mars verða tónleikar til styrktar minningarsjóði um Garðar Karlsson kennara en hann hefði orðið sjötugur á þessu ári. Tónleikarnir verða í Tónlistarhúsinu Laugarborg Eyjafjarðarsveit og hefjast kl. 14:00.

Fram koma bæði núverandi og fyrrverandi nemendur og kennarar skólans auk kirkjukórs Laugalandsprestakalls.

Sérstakur gestur er Stefán Jakobsson söngvari Dimmu.

Miðaverð er 2000 kr. (1000 kr. 16 ára og yngri) og rennur allur ágóði í sjóðinn.

Miðasala við innganginn.

Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.