Garðarstónleikar

Garðarstónleikar verða haldnir í Laugarborg fimmtudaginn 13. apríl kl 20:00. Aðgangur er kr 3500 og tekið er á móti frjálsum framlögum í sjóðinn.
Minningarsjóður um Garðar Karlsson styrkir tónlistarnemendur til dáða á tónlistarbrautinni.
Á tónleikunum koma fram meðal annara tónlistarkennarar úr Tónlistarskóla Eyjafjarðar:
Helga Kvam, Jón Þorsteinn Reynisson, Tómas Leó Halldórsson,
Þórarinn Stefánsson, Ásdís Arnardóttir, Steinunn Halldórsdóttir, Petrea Óskarsdóttir og Guðlaugur Viktorsson ásamt Karlakór Eyjafjarðar.
Verk eftir Piazzolla, Granados, Fauré, Carlos Garde, Schumann og fleiri.

Hlökkum til að sjá ykkur fylla húsið og styrkja gott málefni.
Stjórnin