Tónlistarskóli Eyjafjarðar var stofnaður 1988 af eftirtöldum sveitarfélögum:
Arnarneshreppi, Skriðuhreppi, Öxnadalshreppi, Glæsibæjarhreppi, Saurbæjarhreppi, Hrafnagilshreppi, Öngulstaðarhreppi, Svalbarðsstrandarhreppi og Grýtubakkahreppi. Hríseyjarhreppur var aðili að skólanum fyrsta árið og Svalbarðsstrandarhreppur dró sig út 1996 en kom aftur að samlaginu haustið 2021.
Þau sveitarfélög sem standa að skólanum í dag eru Hörgárbyggð, Eyjafjarðarsveit, Svalbarðsstrandarhreppur og Grýtubakkahreppur.
Skólanefnd TE Skólaárið 2023-2024Fulltrúi Eyjafjarðarsveitar: Hafdís Inga Haraldsdóttir
Varamaður: Sonja Magnúsdóttir
Fulltrúi Grýtubakkahrepps: Þorgeir Finnsson
Varamaður: Margrét Melstað
Fulltrúi Hörgársveitar: Kristbjörg María Bjarnadóttir
Varamaður: Kristín Anna Kristjánsdóttir
Fulltrúi Svalbarðsstrandarhrepps: Hanna Sigurjónsdóttir
Reglugerð um Tónlistarskóla Eyjafjarðar
1.gr.
Skólinn heitir Tónlistarskóli Eyjafjarðar. Skólinn er eign Eyjafjarðarsveitar, Hörgársveitar, Grýtubakkahrepps og Svalbarðsstrandarhrepps.
2.gr.
Skólinn skal fullnægja gildandi lögum og reglugerðum um starfsemi tónlistarskóla, með vísan til 2. gr. laga nr. 75/1985 um fjárhagslegan stuðning við tónlistarskóla sem og ákvæðum aðalnámskrár tónlistarskóla.
3.gr.
Markmið skólans er að efla tónlistarþekkingu og iðkun tónlistar, auk þess að stuðla að eflingu tónlistarlífs í aðildarsveitarfélögunum. Þessum markmiðum hyggst skólinn ná meðal annars með því:
- Að annast kennslu í hljóðfæraleik og söng ásamt kennslu í öðrum tónlistargreinum sem gert er ráð fyrir í aðalnámskrám tónlistarskóla.
- Að bjóða upp á kennslu í sem flestum greinum tónlistar, þar sem börnum jafnt sem fullorðnum gefst kostur á að stunda tónlistarnám eftir því sem aðstæður leyfa.
- Að búa nemendum fjölbreytt skilyrði til að þroska tónlistarhæfileika sína og sköpunargáfu.
- Að leggja áherslu á félagslegt gildi tónlistariðkunar með þátttöku nemenda í samleik og hljómsveitarstarfi.
- Að búa nemendur undir framhaldsnám í tónlist.
- Að styðja kennara skólans til tónleikahalds.
- Að öllum nemendum í 1-10. bekk grunnskólanna, sé gefinn kostur á að stunda tónlistarnám sitt sem hluta af samfelldum skóladegi.
4.gr.
Sveitarfélögin kjósa hvert fyrir sig einn fulltrúa í skólanefnd og jafnmarga til vara.
Skólanefnd heldur fundi eftir því sem þurfa þykir. Komi upp ágreiningur á nefndarfundum og atkvæði falla á jöfnu, þá ræður atkvæði formannns. Skólanefnd skiptir með sér verkum á fyrsta fundi nýskipaðar nefndar og kýs sér formann, varaformann og ritara. Skólastjóri og aðstoðarskólastjóri ásamt einum fulltrúa kennara sitja skólanefndarfundi með málfrelsi og tillögurétti.
5.gr.
Skólanefnd tónlistarskólans fer með yfirstjórn skólans í umboði sveitarstjórna sveitarfélaganna. Skólanefnd semur og samþykkir starfs- og fjárhagsáætlun tónlistarskólans fyrir ár hvert og fylgist með fjárhag hans og ráðstöfun fjár. Fjármál skólans eru að öðru leyti á ábyrgð skólasstjóra sem annast daglegan rekstur í umboði skólanefndar. Skólanefnd sendir sveitarstjórnum starfsáætlun og rökstudda beiðni um fjárframlag til komandi starfsárs til afgreiðslu.
6.gr.
Skólanefnd ræður skólastjóra. Skólastjóri ræður kennara og aðra starfsmenn skólans.
7.gr.
Aðildarsveitarfélög tónlistarskólans skuldbinda sig til þess að greiða allan launakostnað og launatengd gjöld vegna skólans, eftir svofelldri reikniaðferð.
- kennslukostnaður miðast við fjölda kennslustunda á hvert sveitarfélag
- stjórnunarkostnaður miðast við íbúafjölda hvers sveitarfélags
Hvert sveitarfélag fyrir sig sér um að húsnæði sé til staðar fyrir tónlistarkennslu.
8.gr.
- Skólastjóri fer með daglega stjórnun skólans og ber ábyrgð á henni. Hann fer einnig með og ber ábyrgð á faglegri stjórnun.
- Skólastjóri ráðstafar húsnæði og hefur yfirumsjón með eigum skólans.
- Skólastjóri kemur fram fyrir hönd skólans gagnvart starfsmönnum, nemendum og forráðamönnum þeirra svo og aðilum utan skólans.
- Skólastjóri skal skila vinnuskýrslum starfsmanna til launadeildar og árita reikninga vegna rekstrar og innkaupa.
- Skólastjóri ber ábyrgð á færslu bókhalds, útreikninga og greiðslu launa og fjárreiðum skólans almennt.
- Skólastjóra er heimilt að fela aðildarsveitarfélagi að annast þessi verkefni í heild sinni eða að hluta með fengnu samþykki skólanefndar.
- Skólastjóri ber ábyrgð á að skólastarfið sé í samræmi við reglugerð þessa.
9.gr.
Rekstur skólans skal miðast við fjárhagsáætlun hverju sinni. Fjármagn til rekstursins kemur frá aðildarsveitarfélögunum og með innheimtu skólagjalda nemenda. Reikningsár skólans miðast við almanaksár. Skólastjóri gerir tillögur að fjárhagsáætlun fyrir skólann ár hvert og leggur hana fyrir skólanefnd til samþykktar. Framlag hvers sveitarfélags ár hvert skal samþykkt af viðkomandi sveitarfélagi.
10.gr.
Skólagjöld eru ákveðin af skólanefnd, að fengnum tillögum skólastjóra.
Sú meginregla skal gilda að skólagjöld skuli aðeins endurgreidd ef nemandi þarf að hætta námi vegna veikinda eða brottflutnings.
11.gr.
Ákveði aðildarsveitarfélag að slíta sig úr samstarfinu skal það tilkynnast til skólanefndar í síðasta lagi 31. desember og tekur ákvörðunin gildi 30. júlí árið eftir.
12.gr
Reglugerð þessi var samþykkt af skólanefnd Tónlistarskóla Eyjafjarðar og samþykkt af sveitarstjórnum þann:
Tónlistarskóli Eyjafjarðar
Skólatröð 1
601 Akureyri
Skólastjóri:Guðlaugur Viktorsson
te@krummi.is
sími á skrifstofu: 464 8110