Nú er komið að innritun í Tónlistarskóla Eyjafjarðar fyrir næsta skólaár þ.e. 2023-2024.
Allir núverandi nemendur verða að endurnýja umsóknir sínar.
Það er mikilvægt að fara vel yfir allar upplýsingar í innritunarferlinu og sjá til þess að þær séu ítarlegar og réttar.
Það varðar t.d. e-mail, símanúmer upplýsingar um aðstandendur og greiðendur.
Við viljum stuðla að fjölbreytni í okkar skóla og þess vegna bjóðum við 50% afslátt af fyrstu önninni fyrir byrjendur í blásara greinum, tréblásturshljóðfærum (flautu, klarinett og saxafón), brassi (trompet, básúna, bartón og althorn) og strengjum (fiðla og selló).
Hér fyrir neðan er linkur á umsóknarformið:
Hér eru upplýsingar um skólagjöld fyrir næsta ár sem finna má á heimasíðunni:
Innritun opin til 1.maí. Endilega að ganga frá umsóknum sem allra fyrst til að tryggja sér pláss fyrir veturinn
Með bestu kveðjum.
Guðlaugur Viktorsson, skólastjóri.