Mið- og framhaldstónleikar

Þriðjudaginn 28.mars verða Mið- og framhaldstónleikar í Laugarborg kl.20.00

Þar koma fram nokkrir af okkar lengst komnu nemendum og við munum heyra tónlist frá Bach og Händel með viðkomu á klassíska og rómantíska tímabilinu. Alveg til tónlistar samtímans eins og GDRN.
Þarna munum við heyra píanóleik, þverflautu, trompet og söng.
Dagskráin er innan við klukkutíma löng, opin öllum og gaman væri að sjá sem flesta koma og hlýða á okkar ágætu nemendur.

Með tónlistarkveðjum úr Tónlistarskóla Eyjafjarðar.