Þriðjudaginn 22. mars kl. 20:00 verða haldnir árlegir Mið- og framhaldstónleikar Tónlistarskóla Eyjafjarðar í Laugarborg.
Fram koma flestir lengra komnir nemendur skólans. Á tónleikunum verður flutt fjölbreytt efnisskrá höfunda allt frá Haydn, Mozart og Beethoven með viðkomu hjá Sigfúsi Halldórssyni og Adele svo einhverjir séu nefndir.
Við heyrum m.a. píanóleik, strengjaleik, brass og tréblástur sem og klassískan og rythmískan söng.
Aðgangur er ókeypis og eru allir hjartanlega velkomnir.