Upptakturinn 2022

Haukur Skúli Óttarsson og Ragnheiður Birta Hákonardóttir höfundar
lagsins Spunaslóð í Upptaktinum 2022. (Mynd fengin af láni af Facebooksíðu Hofs)

Tónleikar Upptaktsins, tónsköpunarhátíðar, fóru fram í Menningarhúsinu Hofi, sunnudaginn 24. apríl 2022. Ung tónskáld semja verk sem flutt eru af atvinnufólki í tónlist.
Haukur Skúli Óttarsson og Ragnheiður Birta Hákonardóttir, harmonikunemendur Jóns Þorsteins Reynissonar hér í Tónlistarskóla Eyjafjarðar, sendu inn lagið Spunaslóð sem þau höfðu unnið í sameiningu í tímum hjá Jóni Þorsteini.
Gréta Salóme og Kristján Edelstein sáu svo um að útsetja verkið og Haukur og Ragnheiður komu að þeirri vinnu.
Það er gaman að eiga þátttakendur í svona spennandi tónsköpunarverkefni.