Opin vika 1.-5. febrúar


Í fyrra héldum við “opna viku” þar sem við vorum að fást við brasilíska tónlist með nemendum. Kennarar fóru síðan um sveitir með ýmiskonar dagskrár og uppákomur.

Þetta árið er erfitt að bjóða uppá slíka dagskrá þar sem miklar takmarkanir eru á samkomum.
Við höfum því ákveðið að vinna meira innávið með nemendum undir kjörorðinu, nemendasamfélag.
Vikuna 1.-5.febrúar brjótum við upp hefðbundið skólastarf og vinnum í hópum á skólatíma. Nemendur frá Grenivík og úr Hörgársveit verða keyrðir hingað til okkar á Hrafnagil þar sem við höfum rúmgóða aðstöðu. Við vinnum í hljóðfærahópum frá 9-11.

Hópaskiptingin verður eftirfarandi.
1.feb. mánudagur, strokhljóðfæri og gítar

2.feb. þriðjudagur, píanistar (yngri hópur)
3.feb. miðvikudagur, rythmísk hljóðfæri, söngur og slagverk
4.feb. fimmtudagur, píanistar (eldri hópur)
5.feb. föstudagur, brass leikarar og harmonikur 

Framhaldsskólanemendur og fullorðnir vinna í hópum undir stjórn kennara á öðrum tímum. 


Við munum að sjálfsögðu skipuleggja akstur og passa uppá morgunhressingu.
Allir verða komnir til baka í hádegismat hver í sinn skóla.

Öll hefðbundin kennsla fellur niður þessa viku.