Kennsluhald í TE frá og með 4.maí

Tónlistarskóli Eyjafjarðar 29.apríl 2020.

Ágætu nemendur, forráðmenn

Kennsluhættir frá og með 4.maí 2020.

Starf tónlistarskólans fer að mestu leiti í hefðbundið horf eftir 4. maí þegar tilslakanir Almannavarna gagnvart covid-19 í skólunum taka gildi.
Það þýðir að við getum kennt með hefðbundnum hætti, öllum okkar nemendum í leik- og grunnskóla, hvort sem er einkatíma eða hópkennslu. Áfram kappkostum við gott hreinlæti, þvoum hendur, sprittum og þurrkum af snertiflötum.
Óski einhverjir nemendur eða foreldrar eftir því að einhverjum sé kennt í fjarkennslu þarf að ræða það við viðkomandi kennara og meta í hverju tilfelli fyrir sig.
Hvað varðar eldri nemendur (16 ára og eldri) þá verðum við að kenna í rými þar sem við getum virt fjarlægðar takmarkanir (2m).
Við tökum tillit til aðstæðna og förum eftir leiðbeiningum hvað varðar samkomur og tónleika og efnum því ekki til hefðbundinna vortónleika. Hver og einn kennari gerir þetta með sínu sniði. Það geta verið ýmiskonar útfærslur, hvort sem er hefðbundir tónfundir hvers kennara, í streymi eða upptökur, allt eftir efnum og ástæðum.
Umsagnir og próf verða með hefðbundum hætti en skólaslit örugglega óhefðbundin og frekari tilkynningar um það þegar líður á mánuðinn.
Opnað hefur verið fyrir innritun á næsta skólaári á heimasíðu skólans og hvetjum við alla til að tryggja sér pláss sem fyrst. Opið er til 17.maí.