Sæl verið þið öll.
Tvær vikur að baki í samkomubanni. Starfið hér í Tónlistarskóla Eyjafjarðar fer ekki varhluta af ástandinu. Kennarar gera sitt besta í misjöfnum aðstæðum. Aðstæður eru ólíkar í okkar 3. útibúum, engar frekari breytingar hafa verið gerðar en við tökum 1 dag fyrir í einu. Nemendur koma enn í tíma á Hrafnagili og gengur vel. Nemendum á Þelamörk og Grenivík sinnum við með ýmsum hætti. Elín kennir á Grenivík aðrir þar kenna í fjarkennslu. Á Þelamörk koma einhverjir nemendur í Lón öðrum sinnt í fjarkennslu eins og því verður við komið. Kennarar eru á kafi að nýta sér nýja miðla og reyna hvað þeir geta að vera í tengslum og halda uppi kennslu við þessar aðstæður. Þetta eru sérkennilegir tímar, við gerum þetta saman og nýtum þessa viku vel. Það glittir í páskafríið sem byrjar í næstu viku. Kærleikskveðjur, Guðlaugur, skólastjóri.