Starfsemi skólans, er í ljósi Covid-19, mikið skert. Ekkert er samt mikilvægara en að taka höndum saman með samfélaginu og stíga á bremsurnar með öllum viðbragðsaðilum að sameiginlegu marki þ.e. að hefta eða tefja útbreiðslu smits þannig að samfélagið fái við ráðið. Við erum öll í því liði.
Jafnframt því leitum við annara lausna til þess að halda starfsemi okkar úti eins og kostur er. Þar kemur víðtæk netþjónusta og sífellt þróaðri leiðir til að miðla og vera í tengslum hvert við annað.
Við biðjum ykkur að vera i tengslum við kennara og finna viðeigandi lausnir fyrir sem allra, allra flesta.
Á Hrafnagili fáum við ennþá nemendur til okkar í tíma við gætum að sóttvörnum eins og okkur framast er unnt og gengur eftir atvikum vel. Rodrigo kenndi í síðustu viku í streymiskennslu og gekk ljómandi vel og nemendur eru lítið feimnir við að nýta sér tæknina.
Á Grenivík bjargar miklu að Elín er með stóran hluta kennslunnar og gengur eftir vel skipulögðu kerfi, aðrir kennarar kenna í fjarkennslu.
Á Þelamörk erum við í meiri vandræðum en leitað er eftir færum leiðum til að viðhalda kennslu. Við höfum Lón á Akureyri upp á að hlaupa og í þessu er vinna á fullu að fjarkennslulausnum.
Bestu kveðjur, Guðlaugur og Helga