Viðbragðsáætlun TE um skipulag skólastarf vegna sóttfaraldurs Covid-19 veirunnar

  1. Viðbragðsáætlun á heimasíðu skólans skal uppfærð eftir gangi mála og nýjustu upplýsingar ávallt sýnilegar á fréttasíðu skólans.
  2. Stjórnendur, skólastjóri eða aðstoðarskólastjóri, koma upplýsingum til kennara, nemenda og forráðamanna í gegnum upplýsingakerfi skólans sem er Viska.
  3. Upplýsingaskylda starfsfólks og nemenda um eigin heilsu:

    Öllu starfsfólki, nemendum og foreldrum er skylt að láta skólastjóra vita ef að:
    o Viðkomandi hefur ferðast til eða gegnum lönd, landsvæði borgir sem eru á skilgreindum svæðum með smithættu samkvæmt vef Landlæknis. Finni viðkomandi fyrir einhverjum flensulíkum einkennum svo sem hita, hósta og beinverkjum þá skal vera í sambandi við yfirmann og meta hvort viðkomandi sé hæfur til vinnu sem þá  hringir í læknavaktina í síma 1700 og fær ráðleggingar.  

    o Viðkomandi hefur komist í snertingu við eða verið í návígi við einstakling sem er með eða grunaður um að vera með viðkomandi veirusmit eða einstakling sem er í sóttkví eða einangrun.

    o Komi starfsmaður til vinnu ber að gæta mjög vel að almennu hreinlæti; handþvottur, sprittun o.þ.h. og forðast einnig handabönd og líkamssnertingu. Ef hann hins vegar fær einhver einkenni flensu næstu daga eftir heimkomu þá skyldi hann halda sig heima og hringja í læknavaktina í síma 1700 og fá ráðleggingar þar. 

  4. Forðumst í lengstu lög að allur vinnustaðurinn lendi í sóttkví með því að fylgja sóttvarnaráðum, tryggja skal handþvott starfsfólks og nemenda og þrífa skv leiðbeiningum umhverfi okkar. Takmörkum samgang fólks og virðum 2 metra fjarlægðarmörkin. Enginn mæti til vinnu eða náms veikur.
  5. Stjórnendur eru ábyrgir fyrir því að ávallt  sé tiltækur sóttvarnabúnaður til að hreinsa snertifleti eins og nótnaborð, nótnastatíf, hurðarhúna, vatnskrana o.fl. Á hverjum gangi séu klútar sápa og spritt eða önnur sóttvörn. Reglubundin sótthreinsun sé á sameiginlegum rýmum eins og þrif á hurðarhúnum, ljósarofum, yfirborðsflötum o.þ.h.
  6. Nemendur sem einungis koma í einkatíma hafi ekki samneyti við aðra nemendur úr öðrum nemendahópum á leið til kennslustofu. Eftir atvikum sæki kennarar nemendur eða hafi um það samvinnu við bekkjakennara/skólaliða eða aðra starfsmenn. Kennarar gæti að sóttvörnum, einkum milli aðskilinna nemendahópa eins og grunnskólinn skilgreinir hverju sinni.
  7. Aukin þrif að loknum hverjum skóladegi.
  8. Samspil, hljómsveitastarf og aðrir hóptímar falla niður
  9. Kennarar gæti að því að hafa með sér heim öll þau gögn sem þeir þurfa til að geta sinnt eins og kostur er fjarkennslu komi til þess að þeir séu settir í sóttkví. Þannig gætu þeir kennt a.m.k. þeim nemendum sem hafa búnað og gætu nýtt sér slíkan búnað.

Einstaka útibú Tónlistarskóla Eyjafjarðar
Hrafnagil:
Á Hrafnagili hafa nemendur enn þann möguleika að koma í kennslustundir eins og að framan er lýst. Þeir gæta sóttvarna í hvívetna eins og því verður við komið skv. fyrirmælum.
Rodrigo kennir í streymiskennslu, það gæti átt við um fleiri á næstu dögum. 
Grenivík:
Elín Jakobsdóttir kennir eftir ákveðnu skipulagi í grunnskólanum og í Gamla skóla. Það er niðurstaða skólastjóra og sveitastjóra að aðrir kennarar fari ekki út á Grenivík.  Þeir kennarar nýta sér eins og kostur er streymiskennslu t.d í forritinu Zoom og aðra netmöguleika t.d. Showbie.
Þelamörk:
Í síðustu viku var ákveðið af sveitastjórn Hörgárbyggðar að engin tónlistarkennsla færi fram á Þelamörk. Tónlistarskólinn býður nemendum að sækja tíma í Lóni, sem er starfsstöð á Akureyri. Allir eru eftir fremsta megni að vinna að tengslum við nemendur með mismunandi netlausnum. 

Tónlistarskóla Eyjafjarðar
Mánudaginn 23. mars 2020