Tilkynning til nemenda, foreldra og forráðamanna Tónlistarskóla Eyjafjarðar

MÁNUDAGUR 16. MARS 2020
Þelamerkurskóli
Öll kennsla Tónlistarskólans í Þelamerkurskóla fellur niður þessa vikuna, sú ákvörðun var tekin af sveitastjórn. Unnið að lausnum í þessari viku hvort sem það yrði kennsla í öðru húsnæði eða fjarkennsla.

Grenivíkurskóli
Elín Jakobsdóttir heldur sinni kennslu úti með afbrigðum í samvinnu við grunnskólann og sveitastjóra eftir atvikum með tilliti til húsnæðis. Önnur kennsla fellur niður þessa vikuna en unnið að lausnum varðandi húsnæði eða fjarkennslu möguleika.

Hrafnagilsskóli
Reynt verður eftir megni að halda úti einkakennslu í hljóðfæraleik eins og yfirvöld hafa lagt til enda sé það kennt í starfstöð skólans.
Allir hóptímar falla niður eins og gert er ráð fyrir samkvæmt tilmælum Sambands íslenskra sveitarfélaga, landlækni og fulltrúa almannavarna. Nemendur komi af sínum svæðum og gætt að sóttvörnum með þvotti og spritti. Kennarar og stjórnendur gæti að því að sótthreinsa snertifleti, þvottur og sprittun eftir tíma. Nemandi fari rakleiðis á sitt heimasvæði.

Fullorðnir nemendur og nemar í framhaldsskólum fá sinn einkatíma, í Lóni eða í samstarfi við sinn kennara. Við vinnum þetta stig af stigi og ákvarðanir teknar eins og ástandinu vindur fram.
Mbk. Guðlaugur Viktorsson, skólastjóri.