Mið- og framhaldstónleikar

Á morgun þriðjudaginn 25. febrúar kl.20:00 verða haldnir Mið- og framhaldstónleikar Tónlistarskóla Eyjafjarðar í Laugarborg.
Þar leika nokkrir af okkar lengra komnu nemendum fjölbreytta efnisskrá.

Flutt verða verk allt frá tímum Bach og Scarlatti til Bernstein og Farleon.
Auk píanóleiks heyrum við í þverflautu, rafgítar, harmónikku, trompet og söng.

Tónleikarnir eru öllum opnir sem á vilja hlýða og ég hvet sérstaklega aðstandendur þeirra sem fram koma að fjölmenna, hlú að og hvetja okkar tónlistarfólk. Við kennarar hlökkum til að sjá ykkur sem flest og njóta stundarinnar með okkur.