Opin vika 6.-10. febrúar 2023

Vikuna 6.-10. febrúar höldum við í Tónlistarskóla Eyjafjarðar opna viku. Nemendur munu vinna að tónsköpun og mun Þorvaldur Örn Davíðsson tónskáld hafa yfirumsjón með verkefninu.
Fyrirkomulagið er með þeim hætti að við höfum skipt nemendum upp í hópa og mun hver hópur hittast 2x í þessari viku.

  • Með hverjum hóp verða 2-3 kennarar sem leiðbeina nemendum í vinnunni.
  • Hóparnir eru aldursskiptir og bekkjarfélagar því saman
  • Það er mikilvægt að allir nemendur komi með sín hljóðfæri í þessa tíma og athugið að tímarnir eru ekki endilega á hefðbundnum tíma nemandans. Forráðamenn og nemendur hafa fengið tölvupóst um hópaskiptingar
  • Athugið að allir aðrir tímar í tónlistarskólanum falla niður þessa vikuna.

Við vonum að allir njóti sín við að búa til nýja tónlist. Afraksturinn verður vonandi sá að nemendur kynnist aðferð eða aðferðum við að búa til tónlist og sem flestum hvatning til að kanna nýja tónheima. Njótum og höfum gaman.