Á morgun föstudaginn 1.október er Haustþing tónlistarkennara á Norðurlandi.
Að þessu sinni fer þingið fram í Skagafirði.
Dagurinn er starfsdagur eins og sjá má af skóladagatali skólans.
Kennslan er komin á gott skrið og nemendur eru margir að stefna á fyrsta tónfund vetrarins.
Tónfundirnir verða í vikunni 11.-15.október.
Hver og einn nemandi fær nánari fréttir um það hjá sínum kennara.
Öll kennsla fellur því niður á morgun og við sjáumst hress eftir helgina.
Það er við hæfi að bæta svolítið í æfingarnar fyrir tónfundina.
Gott er að hafa reglu á æfingunum t.d. á sama eða svipuðum tíma dag hvern.
Það er líka nauðsynlegt að foreldrar gefi sér nokkrar mínútur til að hlusta og hvetja okkar ungu tónlistarnema til dáðar.
Með bestu kveðjum úr Tónlistarskóla Eyjafjarðar
Guðlaugur Viktorsson, skólastjóri.