Skólabyrjun

Kæru nemendur og foreldrar.

Við kennarar og starfsfólk Tónlistarskóla Eyjafjarðar vonum að þið hafið notið sumarsins og því tilbúin í að takast á við nýtt skólaár. 
Við í TE höfum verið að undirbúa skólabyrjun og hlökkum til að sjá ykkur.
Kennarar hafa verið í undirbúningi m.a. að setja saman stundaskrár og finna öllum tíma. 
Allir ættu að vera búnir að fá senda stundaskrá á miðvikudaginn því að á fimmtudag hefst kennsla samkvæmt stundaskrá. 
Í vetur er skólinn starfræktur í fjórum sveitarfélögum þ.e. Eyjafjarðarsveit, Hörgársveit, Svalbarðsstrandarhreppi og í Grýtubakkahreppi. 
Við kennum á þessum starfsstöðum auk þess að hafa lítið aðsetur í Sunnuhlíð, húsnæði KFUM og K. á Akureyri. 
Það hefur bæst í kennara hópinn og aðrir hættir eins og gengur. 
Það er tími til þess að blása rykið af hljóðfærunum og vera tilbúin þegar kallið kemur.
Ég skrifa fljótlega aftur og fer nánar yfir skólaárið.
Við bjóðum bæði gamla og nýja nemendur velkomna og hlökkum til að sjá ykkur. 

Mbk. Guðlaugur, skólastjóri