Hópastarf hefst að nýju

Nú hefur reglugerðin tekið breytingum og okkur heimilt að hefja tónfræðikennslu og hljómsveitarstarf að nýju.

Hrafnagil:
Við viljum koma til móts við breytingu skólaaksturs í grunnskólanum og setjum því skólahljómsveit á kl 13-13:40 á þriðjudögum og svo tekur tónfræði G2 hópurinn við beint á eftir eða 13:40-14:10.
Tónfræði G1 hópur verður á föstudögum 12:30-13:00.

Grenivík og Þelamörk:
Tónfræðihópar hefjast að nýju 23. nóvember.

Samsöngstímar í rytmískri söngdeild og klassískri söngdeild verða áfram eins og verið hefur á sömu tímum. 2m fjarlægðarmörk og grímuskylda.

Við minnum á að það þarf að láta vita ef nemendur komast ekki einhverra hluta vegna í þessa tíma.