Upphaf skólaárs 2020-2021


Kæru nemendur og foreldrar.
Hér í Tónlistarskóla Eyjafjarðar er undirbúningur skólaársins í fullum gangi. Kennarar mæta í skólann fimmtudagin 20.ágúst og kennsla hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 25.ágúst.
Kennarar senda nemendum síunum stundaskrár og ég vil biðja alla um að skoða þær vel og mæta með hljóðfæri og nótur strax í fyrsta tíma. 
Við byrjum á því að koma hljóðfærakennslunni í gang og hóptímar byrja í annari viku september. Við fylgjum sóttvarnarreglum og sinnum einstaklingsbundnum sóttvörnum eins og okkur er uppálagt.

Hlökkum til að starfa með ykkur í vetur og vonandi verður starfið eftir hefðbundum leiðum þegar líður á haustið og einhver bönd komin á faraldurinn.
Kveðja Guðlaugur og Helga.