Ágætu nemendur, foreldrar, kennarar og sveitungar allir.
Það er mikið um að vera í Tónlistarskólanum
þessa dagana, annir í vorverkunum hér eins og víða annars staðar.
Tónleikar eru fyrirferðarmiklir í næstu viku og eru flestir kennarar einnig með
tónfundi með sínum nemendum. Sumir nemendur þreyta áfangapróf og eru þau flest
á dagskrá í næstu viku.
Vortónleikar skólans eru sem hér segir:
13.maí vortónleikar í Hlíðarbæ kl.18:00
14.maí vortónleikar í Gamla skóla á Grenivík kl. 17:30
15.maí vortónleikar í Laugarborg kl.18:00
16.maí Vortónleikar söngdeildar í Laugarborg kl.20:00
Um aðra helgi leikur Birna Eyfjörð Þorsteinsdóttir framhaldstónleika á píanó og Benedikt Stefánsson leikur mánudaginn 20.maí kl. 20.00 í Laugarborg burtfarartónleika á trompet.
Skólaslit, með tónleika ívafi, verða síðan 28.maí kl.18:00 í Laugarborg.
Aðstandendur og velunnarar eru alltaf hjartanlega velkomnir á þessa tónleika og við hlökkum til að sjá ykkur.
Kærar kveðjur
Guðlaugur Viktorsson og Helga Kvam.