Nú er svo komið að samningaviðræður tónlistarskólakennarar og samninganefnd sveitarfélaga eru komnar í þrot og það sem maður óttaðist mest er nú orðin veruleiki. Á morgun miðvikudag verða allir kennarar tónlistarskólans í verkfalli og verður þar af leiðandi engin kennsla í skólanum þar til verkfall leysist. Nú vitum við ekki hve lengi þetta ástand varir en ef ég sé að þetta stefnir í lang verkfall þá mun ég boða foreldrafundi því það eru margar spurningar sem vakna þá t.d. í sambandi við skólagjöld, heimaæfingar, próf, tónleikar o.fl.
kveðja
Eiríkur Stephensen skólastjóri