Námsmat fyrir veturinn 2013 – 2014

 Undanfarna vetur höfum við kennarahópurinn rætt töluvert um námsmatið í skólanum, kosti og galla prófa. Okkur fannst  þau ekki skila því sem til var ætlast, tókum við því þá ákvörðun síðasta vor að gera breytingar á námsmati á þessum vetri.

Í vetur höfum við ákveðið að sleppa öllum ársprófum og í staðinn fá allir nemendur umsögn frá sínum kennara. Áfangapróf þ.e. grunnpróf, miðpróf og framhaldspróf verða  áfram við líði auk stigsprófa en hefðbundin árspróf falla niður. Umsögn kennara verður mun ítarlegri en verið hefur og mun þar koma fram námsframvinda vetrarins.

Allir kennarar munu halda sérstaka tónfundi (tónleika) með sínum nemendum þar sem hver nemandi leikur 2 – 4 lög og síðan er tekin mynd af hópnum sem sett verður á umsagnarblaðið.  Þessir tónfundir eru ætlaðir foreldrum og er mjög áríðandi að þeir geti verið með.

 

 

Eiríkur G. Stephensen skólastjóri