Innritun og hljóðfærakynningar

Nú hefur verið opnað fyrir innritun fyrir næsta skólaár. Einnig er hægt að senda tölvupóst á okkur í Tónlistarskólanum; Guðlaug skólastjóra og Helgu aðstoðarskólastjóra og við getum innritað fyrir ykkur ef þið lendið í vandræðum.

Hljóðfærakynningar í grunnskólunum hafa verið núna á vordögum. Jóhann Björn kom í apríl og kynnti málmblásturshljóðfærin og núna fyrstu vikuna í maí eru kynningar á fleiri hljóðfærum í öllum grunnskólunum og einnig fyrir elstu deild leikskóla á Svalbarðsströnd og á Hrafnagili. Við í Tónlistarskóla Eyjafjarðar bjóðum upp á Suzuki nám á strengjahljóðfæri og píanó, sem Ásdís, Marcin og Steinunn sinna.

Á heimasíðunni okkar er núna komin síða til að auðvelda þegar kemur að því að velja hljóðfæri, þar eru stutt myndbönd þar sem hægt er að sjá hljóðfærin og heyra í þeim og sjá hvað þau heita. Síðuna köllum við Hljóðfærakynningar.