Haustfrí

Kæru nemendur, foreldrar og kennarar.
Nú lýkur okkar fyrstu lotu í Tónlistarskóla Eyjafjarðar.
Síðustu daga hafa víða verið tónfundir og framundan er verðskuldað haustfrí.
Engin kennsla er í tónlistarskólanum 17. – 21.október.
Við byrjum aftur mánudaginn 24.október en þá eru víða í grunnskólunum ýmist skipulagsdagar eða vetrarfrí.
Við kennum þann dag og hvetjum alla sem mögulega geta að nýta sér þá tíma.
Gott að vera í góðu sambandi við sinn kennara varðandi þá tíma.
Námsmat fyrir þessa fyrstu lotu skólaársins er komið inn í SpeedAdmin hjá nemendum.
Með bestu kveðjum.
Guðlaugur Viktorsson, skólastjóri.