Um SchoolArchive


Í haust tókum við í notkun nýtt skráningarkerfi, School Archive. https://schoolarchive.net/
Einnig í stiku hér til vinstri.

Foreldrar og forráðamenn (sem eru skráðir sem slíkir í umsóknum) hafa aðgang að þessu kerfi með rafrænum skilríkjum, innskráningin er í gegnum island.is.
School Archive heldur utanum mætingar, próf, tónleika, heimavinnu og aðra þá helsu þætti er varðar nám nemenda. Foreldrar hafa aðgang að þessu kerfi og geta komið á framfæri skilaboðum til skólans og kennara sinna barna.
Við höfum verið að læra á þetta kerfi jafnhliða því að í vetur hefur í símenntun og skólaþróun starfsfólks hefur verið lögð áhersla á leiðsagnarnám og í framhaldinu leiðsagnarmat.

Við skiptum skólaárinu niður í 4. lotur og 15. október lauk fyrstu lotu og nú er komið fram í 2. lotu sem lýkur í desember.Kennarar hafa flestir skrifað markmiðasetningu fyrir sína nemendur. Hana er að finna í flipanum Heimavinna. Þar er líka gjarnan skráð það sem nemendur eru að fást við og þar er hægt að sjá hvað nemendur eru að æfa og hvernig gengur. Sumir kennarar notast líka við dagbækur eða jafnvel hvoru tveggja.
Í flipanum Skólasókn er hægt að sjá skólaskóknina.
Flipinn Verkefni er skrá yfir verkefni flutt á tónleikum (tónleikar/tónfundir).
Fleira er þarna að finna en ekki endilega tæmandi upplýsingar því við erum enn að koma þessu gagnið og læra á möguleikana.

En nú væri frábært ef að sem flestir færu þarna inn www.schoolarchive.net og skoðuðu sig um í þessu umhverfi og nýtt sér síðan þennan möguleika á að vera í góðu sambandi við skólann og kennarana. Notið ykkur endilega þann möguleika að tilkynna um fjarvistir nemenda í gegnum þetta kerfi.

Með bestu kveðjum úr TE.
Guðlaugur Viktorsson.