24. mars 2021

Kæru nemendur, foreldrar og kennarar
Nú er ljóst að skólanum verður lokað fyrir allri kennslu fram að páskafríi. Á næstu dögum munu eflaust koma fram áætlanir hvað taka muni við eftir páska. Förum varlega og tökum þessum reglum og ábendingum alvarlega. Það ættu allir að hafa eitthvað fyrir stafni í hljóðfæranáminu og æfingin er það sem skapar meistarann. Æfa sig á hverjum degi skilar jöfnum og góðum árangri. Sigrumst á veirunni, höldum heilsu. 
Kv. Guðlaugur Viktorsson, skólastjóri TE