Kæru nemendur, foreldrar og kennarar.
Við glímum við þennan heimsfaraldur, covid-19. Nýjar hertar sóttvarnaraðgerðir hafa tekið gildi á mörgum sviðum. Við bíðum þó ennþá eftir nánari reglugerð og útfærslu vegna skólanna.
Við hér í Tónlistarskóla Eyjafjarðar tökum skipulagsdag mánudaginn 2. nóvember til að átta okkur betur á stöðunni, endurskipuleggja okkar áætlanir og gera okkur klár í bátanna. Koma upp búnaði í fjarkennslustofum o.fl. Skólar í okkar umdæmi taka aðeins misjafnt á málum og við reynum að sigla milli skers og báru. Við munum leggja á það áherslu að sinna okkar þjónustu eins og kostur er. Nánar um það nú í vikunni þegar málin liggja betur fyrir.
Undantekning frá þessari reglu er Elín á Grenivík sem gengur í takt við Grenivíkurskóla.
Baráttukveðjur, Guðlaugur Viktorsson, skólastjóri.