Covid upplýsingar 11. október

Nemendur, foreldrar, kennarar.
Við í Tónlistarskóla Eyjafjarðar grípum til hertra sóttvarna þar sem covid veiran nálgast okkur óðfluga. Við fellum niður alla fyrirhugaða tónfundi næsta hálfa mánuðinn (nema Grenivík heldur sér, enda þar engir utanaðkomandi fullorðnir sem ekki starfa með nemendum).
Kennarar herða grímunotkun í samskiptum við aðra fullorðna (fæddir fyrir 2005) í skólum og takmarka viðveru sína eins og kostur er.
Við skerpum á handþvotti og sóttvörnum með von um að við náum að halda vágestinum frá okkur. 

Stöndum saman um góðar sóttvarnir.