OPIN VIKA 3.-8. FEBRÚAR

DAGSKRÁRBÆKLING GETURÐU SÓTT MEÐ ÞVÍ AÐ SMELLA HÉR

Vikuna  3.-8. febrúar heldur Tónlistarskóli Eyjafjarðar opna viku þar hefðbundin kennsla er að mestu felld niður, en býður nemendum í staðinn námskeið í brasilískri tónlist þar sem okkar brasilíski slagverksleikari Rodrigo Lopes og samlandi hans Guito leiðbeina nemendum okkar á Hrafnagili, Þelamörk og Grenivík.  Það verður gaman að sjá hvort að þeir geta ekki aðeins liðkað okkur til í vetrarfrostinu og gefið okkur örlítinn smjörþef af sumri og sól.

  Kennarar skólans bregða á leik og bjóða uppá ýmislegt fyrir okkur sveitungana.

  M.a annars verður kvikmyndin Frú Elísabet sýnd í öllum sveitarfélögunum. Kvikmyndin, Frú Elísabet, fjallar um frú Maríu Elísabetu Jónsóttur (1869-1945) frá Grenjaðarstað, organista, tónskáld og kórstjóra,  sem var m.a. fyrst íslenskra kvenna til að á fá birt eftir sig lag á prenti og útgefið sönglagahefti.Í tengslum við kvikmyndasýninguna verða söngstundir, (Singalong) í tengslum við félagasamtök á hverjum stað,  þar sem kennarar við skólann verða til halds og trausts.
Tónleikar verða haldnir í Krummakoti, Félagsborg, Kristnesi, Gamla skóla á Grenivík og „The TE Party” (Fanney, Jón Þorsteinn, Rodrigo og Kristján Edelstein) koma fram á Kaffi Kú.
Þórarinn Stefánsson kynnir útgáfu sína á píanóverkum Sveinbjörns Sveinbjörnssonar í Laugarborg.
Kristján Edelstein verður með námskeið fyrir foreldra gítarnemenda og Brynjólfur Brynjólfsson gítarnámskeið fyrir byrjendur (vinnukonugripin).
Ungbarnanámskeið verður haldið í Hrafnagilsskóla.
Opin æfing Karlakórs Eyjafjarðar þar sem öllum körlum sem áhuga hafa á að syngja með eða koma og hlusta eru boðnir velkomnir.
Boðað er til undirbúningsfundar að stofnun söngfélags/tónlistarfélags sem mögulegan vettvang tónlistarfólks í okkar sveitum.
Í félagsmiðstöðvunum verður komið upp góðu bíói og sýnd tónlistarmynd á tjaldi og með góðu hljóði.
Sveitungum sem hafa áhuga á að koma í söng- eða spilatíma er velkomið að hafa samband við skólann og við sjáum hvort við getum orðið við óskum ykkar.  
Athugið að allir viðburðir eru ókeypis og opnir öllum sem vilja.

Tónlistarskóli Eyjafjarðar-Opin vika-Dagskrá:

Mánudagur 3. febrúar
Námskeið (nemendur á Þelamörk og Hrafnagili) Brasilísk tónlist.
19:30-21:30 Laugarborg. Opin æfing hjá Karlakór Eyjafjarðar.
20:00 Gítarnámskeið (Vinnukonugripin) á efri hæð Tónlistarskóla Eyjafjarðar, Hrafnagili
20:00-22:00 Tónlistarbíó Grenivíkurskóla.

Þriðjudagur 4. febrúar.
10:20 Tónleikar í Krummakoti, Petrea Óskarsdóttir flautuleikari og nemendur.
10:45  Tónleikar í Gamla skóla Grenivík fyrir Ellafélaga, nemendur Elínar Jakobs,  Margrét Árnadóttir söngur, Helga Kvam píanóleikur.
14:30 Tónleikar í Félagsborg, Ásdís Arnardóttir selló, Jón Þorsteinn Reynisson,    harmonika.
17:00 Tónleikar á Kristnesspítala, Petrea Óskarsdóttir flauta, Þórarinn Stefánsson píanó ásamt nemendum.
20:00 Poppkór (rytmískur kór) í Laugarborg
Örnámskeið, kórnámskeið fyrir þá sem vilja syngja popptónlist og aðra rytmíska tónlist.
Sjórnandi: Guðlaugur Viktorsson
20:00 Kvikmyndin, „Frú Elísabet” sýnd á Melum í samvinnu við Leikfélag Hörgdæla og Kvenfélag Hörgdæla. Söngstund „singalong” beint á eftir, kjörið tækifæri til að æfa sig fyrir þorrablótið.

Miðvikudagur 5. febrúar
Námskeið (nemendur í Grenivíkurskóla) Brasilísk tónlist.
20:00 Kvikmyndasýning í Hyldýpinu í Hrafnagilsskóla
20:00 Gítarnámskeið (Vinnukonugripin) á efri hæð Tónlistarskóla Eyjafjarðar 
21:00 Tónleikar The TE Party á Kaffi Kú. Fanney Kristjáns Snjólaugard. söngur, Jón Þorsteinn Reynisson harmonika, Rodrigo Lopes slagverk, Kristján Edelstein gítar.

Fimmtudagur 6. febrúar
20:00 Þórarinn Stefánsson í Laugarborg. Þórarinn kynnir útgáfu sína á píanóverkum Sveinbjörns Sveinbjörnssonar.
20:00  Gítarnámskeið á Melum fyrir foreldra gítarnemenda
20:00  Kvikmyndin, „Frú Elísabet” sýnd í Grenivíkurskóla í samvinnu við    Kvenfélagið Hlín sem verður með veitingasölu og kennarar við tónlistarskólann sjá um söngstund „singalong”

Föstudagurinn 7. febrúar
20:00  Kvikmyndin, „Frú Elísabet”, sýnd í Laugarborg
21:00  Söngstund „singalong” í umsjón beint á eftir sýningunni

Laugardagurinn 8. febrúar
10:30-11:15 Ung börn og tónlist, tónlistarstund fyrir 6-18 mánaða börn og foreldra. Tónmennastofa Hrafnagilsskóla (kjallari gömlu heimavistar) María Gunnarsdóttir.
12:00 Stofnfundur Tónlistarfélags Tónlistarskóla Eyjafjarðar í Laugarborg.

Þeir sem hafa áhuga á einkatímum í hljóðfæraleik eða söng hafi samband við skólann. Auðveldast er að senda tölvupóst á te@krummi.is