Október 2019

Starfsemi Tónlistarskólans er komin í gang af fullum krafti og í september var haldin foreldrakynning, ásamt því að kennarar höfðu samband við alla foreldra sinna nemenda til spjalls og upplýsinga.
Hljómsveitarstarf og aðrir hóptímar eru komnir vel af stað og óhætt að segja að tónlist fylli hvern krók og kima.

Föstudaginn 11. október fellur kennsla niður vegna Svæðisþings tónlistarkennara á Norðurlandi eystra.
Fimmtudag 17. okt og föstudag 18. okt tökum við VETRARFRÍ.