Þemadagar verða haldnir vikuna 12.-16. nóvember á starfssvæði Tónlistarskóla Eyjafjarðar með þátttöku grunnskólanna á Hrafnagili, Þelamörk og Grenivík. Þemaverkefnið er Hernámsárin og eru nemendur nú þegar byrjaðir að æfa tónlist frá því tímabili, bæði í einleik og samspili ýmiskonar. Lýkur vinnu þemavikunnar með stórhátíð í íþróttahúsi Hrafnagilsskóla á föstudaginn 16. nóvember kl 13:00. Þar verður hægt að sjá afrakstur vinnunnar; smiðjur þar sem unnið er með allskyns skemmtilega og spennandi hluti, kaffihús þar sem boðið verður upp á tónleika og ljúfar veitingar og hátíðardagskrá á sal þar sem m.a. verður frumflutt lag eftir Daníel Þorsteinsson og Hjörleif Hjartarson, sem þeir sömdu í tilefni af 30 ára afmæli skólans. Stórsveit nemenda og kennara Tónlistarskóla Eyjafjarðar leikur fyrir dansi.
Aðgangur á hátíðina er ókeypis og allir velkomnir. Vonum að allir sjái sér fært um að koma og gera sér glaðan dag með okkur.