Nemendur TE komust áfram á lokahátíð Nótunnar.

Tónlistarskólinn átti tvö atriði á svæðismóti Nótunnar Uppskeruhátíð tónlistarskólanna sem fram fór sunnudaginn 13. mars í Hofi.. Það var Eva Líney Reykdal sem keppti í flokki einleikara í miðnámi og Áslaug María Stephensen, Marta María Kristjánsdóttir og Sóley Jónsdóttir sem kepptu í samspili í grunnámi. Allar stóðu þær sig frábærlega og  þær Áslaug, Marta og Sóley urðu hlutskarpastar í sínum flokki og munu því spila á lokahátíð Nótunnar sem fer fram í Eldborgarsal Hörpunnar 10. apríl. Tónlistarskólinn óskar þeim innilega til hamingju.

 

.vinningshafar