Almennar skólareglur

 

1.    Nemenda ber að mæta stundvíslega í allar kennslustundir. Ef nemandi forfallast af einhverjum sökum, ber að tilkynna það á skrifstofu skólans, svo fljótt sem auðið er.  Þurfi kennari að fella niður tíma ber honum að bæta hann upp nema ef um veikindi sé að ræða  eða önnur atvik í skólastarfinu sem raski reglubundinni kennslu t.d. námskeið, tónleika, starfsemi grunnskólana eða próf.  Nemandi sem mætir ítrekað illa í tima getur fyrirgert rétti sínum til  áframhaldandi skólavistar.

2.    Nemendum ber að ganga vel um húsnæði og eigur skólans.

3.    Reykingar eru ekki leyfðar í húsnæði skólans

4.    Nemendum ber að taka þátt í hópstarfi ,samsöng, samspil eða hljómsveitarstarfi eftir tilmælum kennara.

5.    Allir nemendur eru skyldugir til að taka þátt  í að minnsta kosti tvennum  tónleikum á  skólaárinu.  Nemendum er óheimilt að flytja tónlist opinberlega utan skólans án leyfis kennara eða skólastjóra.

6.    Brot á þessum reglum geta varðað brottvísun.

 

 

                     

 

                          

 

Að hlýða á tónlist er gott; að iðka tónlist er betra.                                                                  (Paul Hindemith.1895 - 1963, þýskt tónskáld )