SÖNGDEILD

 

Nám í söngdeild geta allir stundað sem hafa löngun til að bæta sönghæfni sína, börn jafnt sem fullorðnir. Kennt er í einkatímum og mjög æskilegt er að nemendur séu í fullu námi.

Þegar kennari telur nemanda tilbúinn ber honum skylda til að taka þátt í samsöng og koma fram tónleikum skólans ¡ samsöngshóp.

Kennari ákveður hvenær nemandi er tilbúinn í stigspróf og við undirbúning þess þarf nemandi að mæta í hóptíma þar sem nemendur syngja fyrir hvern annan undir handleiðslu söngkennara og píanóleikara. Tónleikaskylda er í samræmi við námsskrá í söng gefin út af menntamálaráðuneytinu 1988.
Frá og með 4. stigi er söngnemanda skylt að taka undirleikstíma hjá píanista / gítarleikara 1/2 klst. viku og frá og með 6. stigi 1 klst. viku. Söngkennari kemur inn í þær kennslustundir eftir því sem hann telur þörf á .

Ætlast er til að nemendur sem stunda nám í 6 – 8. stigi leggi af mörkum mikla þáttöku í tónleikahaldi sem einsöngvarar, í samsöngsatriðum og í litlum kórum.

Að öðru leyti er kennt og prófað eftir ofangreindri námsskrá í einsöng frá 1988.

Söngkennari: Guðlaugur Viktorsson