Vetrarfrí

Kæru nemendur, foreldrar og kennarar Tónlistarskóla Eyjafjarðar.

Nú erum við í tónlistarskólanum að klára okkar 1.lotu. Margir nemendur að leika á tónfundum og skila fyrstu verkefnum vetrarins. Okkur hefur lánast að vera í stórum dráttum laus við Covid drauginn þó að hann hafi því miður aðeins stungið sér niður. Nokkur röskun er því á okkar starfi í Valsárskóla sem og á píanókennslunni okkar á Hrafnagili.
Alla næstu viku er haustfrí í tónlistarskólanum en við byrjum aftur á fullum krafti með nýjum fyrirheitum mánudaginn 25. október.  Það má búast við því að fljótlega fari jólalögin að stinga sér inn á verkefnalistana. Jólatónleikar/tónfundir verða í vikunni 6.-10.desember. Ég vil enn og aftur minna foreldra á að hvetja nemendur til dáða við æfingar.
Það að æfa á hljóðfæri er líkt því að læra að lesa eða stunda íþróttir. Það er æfingin sem skapar meistarann. Það er því mikilvægt að skapa gott rými og góða rútínu hvað varðar æfingar. Oftar og minna er betra en mikið og sjaldan.
Þið sem eruð að fara í haustfrí, njótið, hinum óska ég góðrar vinnugleði.

Með bestu kveðjum. Guðlaugur, skólastjóri.