Innritun fyrir skólaárið 2021-2022

Innritun fyrir næsta skólaár stendur nú yfir í TE og fer hún fram rafrænt.
Smelltu á tengilinn til að fara á innritunarsíðu:
http://tonlist.krummi.is/?page_id=835

Í Tónlistarskóla Eyjafjarðar er hægt að læra á (næstum) öll hljóðfæri; píanó, orgel, harmoniku, gítar og ukulele, bassa, selló, kontrabassa, fiðlu og lágfiðlu, þverflautu og blokkflautu, saxafón, klarinett, trompet og básúnu, slagverk/trommur og söng. Kennt er bæði eftir klassískum og rhytmískum námskrám og áhugasviði nemenda. Einnig er boðið upp á kennslu eftir Suzuki aðferð á fiðlu og selló.

Þriðjudaginn 18. maí, fóru kennarar úr Tónlistarskóla Eyjafjarðar í alla samstarfsgrunnskólana með hljóðfærakynningar; Hrafnagilsskóla, Þelamerkurskóla, Valsárskóla og Grenivíkurskóla. Kynnt voru hin ýmsu hljóðfæri sem vonandi kveikti forvitni nemenda.