Vortónleikar TE vor 2021

Kæru nemendur, foreldrar og kennarar.

Vortónleikar TE eru á næsta leyti.
Mánudaginn 26 apríl verða tónleikar í Hlíðarbæ þeir fyrri kl.17.00 og seinni kl.19:00
Fimmtudaginn 29.apríl verða síðan tónleikar í Laugarborg kl. 17:30 og 20.00
Miðvikudaginn 5.maí verða síðan tónleikarnir á Grenivík og hefjast kl.17.30
Vegna samkomutakmarkanna verða allir tónleikar í streymi og engir áhorfendur leyfðir. 
Við biðjum nemendur að mæta tímanlega og vera komnir 30.mínútum fyrir tónleika til að allir séu komnir í sín sæti og undirbúnir fyrir útsendingu.

Það er til siðs að mæta fallega uppbúinn á tónleika og setur fallegan blæ á samkomuna.
Þeir nemendur sem eiga að spila ættu síðan allir að fá tilkynningu frá sínum kennara þar að lútandi. 

Það er opið fyrir skráningar fyrir næsta vetur hér á síðunni undir Innritun og um að gera að tryggja sér pláss hið allra fyrsta.  Allir þurfa að endurnýja umsóknir.
Við reiknum með hljóðfærakynningum í skólum þegar komið verður fram í maí. 


Með þreyttum covid kveðjum frá TE en von um hlýju og vor í sál og sinni. 
Gleðilegt sumar, takk fyrir veturinn (þetta hefur nú samt sem áður bara gengið vel hjá okkur).
Þessu ástandi fer nú vonandi brátt að ljúka.

Guðlaugur Viktorsson, skólastjóri.