Tilkynning frá Tónlistarskóla Eyjafjarðar vegna Covid-19

Starfsdagur verður á Þelamörk á morgun mánudaginn 16. mars og kennsla þar fellur því niður þann daginn. Starfsdagur er líka á Grenivík en kennsla í tónlistarskólanum eins og því verður við komið. Á Hrafnagili verður skertur dagur og nemendur fara heim kl.12:40. Kennsla eins við verður komið.

Tónlistarskólinn mun í framhaldi auka við sóttvarnir og þess gætt að nemendur blandist ekki milli hópa á leið sinni í tónlistartímann. Þvoi sér um hendur og eftir atvikum spritti. Kennarar passi uppá að sótthreinsa eins og kostur er snertifleti og gæti að hreinlæti í hvívetna. Kennarar undirbúa sig fyrir að geta veitt nemendum fjarkennslu eins og unnt er ef til þess kæmi að þeir eða nemendur þeitta lentu í sóttkví. Ítarleg aðgerðaráætlun mun birtast á heimasíðu skólans á morgun og síðan taka breytingum eftir því sem þurfa þykir og atburðarásin þróast.