Foreldrakynning

Þriðjudaginn 24.september kl.19:30 verður foreldrakynning í matsalnum á Hrafnagili þar sem farið verður yfir starfsemi Tónlistarskóla Eyjafjarðar í vetur.

Strax að henni lokinni bjóða kennarar upp á foreldraspjall þar sem þeir fara yfir starfið í vetur, helstu uppbrot og viðburði ásamt því að spjalla um hvernig foreldrar geta stutt börnin sín í tónlistarnáminu.

Hvetjum alla til að mæta.